VELKOMIN Í VERKEFNIÐ NORDISK TEGNTUBE
Ertu á aldrinum 12 til 20 ára? Ertu döff eða heyrnarskert/ur? Elskarðu að miðla íslenska táknmálinu?
#TegnTube
Fréttir

Dönsk heimasíða er tilbúin
Danska síða TegnTube er tilbúin til byrtingar! Verið er að þýða á sænsku, norsku, finnsku, finnsk-sænsku og íslensku.

Búið er að þýða yfir á ritmálin
Þú getur lesið meira um TegnTube á dönsku, sænsku, norsku, finnsku, finnsk-sænsku og íslensku. Það sem eftir er að gera áður en skráningarsíðan er tilbúin
TegnTube er verkefni sem miðar að börnum og ungmennum á aldrinum 12 til 20 ára frá öllum Norðurlöndunum. Þátttakendur verkefnisins munu vera á fjórum stafrænum vinnustofum í mars og apríl 2021. Þar verður kafað djúpt ofan í norrænu táknmálin, um leið og framleitt verður flott táknmálskennsluefni og spennandi sögur með aðstoð farsímanna. Myndskeiðin verða sett á TegnTube.com og á YouTube, svo að önnur börn/ungmenni geti einnig lært um táknmál og að þau eru tungumál sem töluð eru af ungu fólki á Norðurlöndunum.
Fjórar ástæður fyrir þátttöku í verkefninu.
Þátttaka í tungumála-samfélagi
Taktu þátt í spennandi námskeiðum á netinu og njóttu þess að kynnast öðrum táknmálstalandi börnum og unglingum frá Norðurlöndum.
Búðu sjálf/ur til efni
Þú færð að búa til YouTube myndbönd til að hjálpa öðrum krökkum og unglingum að læra meira um táknmál sem tungumál.
Fáðu umbun
Þátttaka þín í verkefninu er mikilvæg og því færð þú 500 danskar krónur í laun og gjafapoka að lokinni þátttöku.
Fræddu aðra um þitt eigið táknmál
Í lok verkefnisins ertu tilbúinn að verða sendiherra táknmáls og kenna öðrum börnum og unglingum um tungumál.
Taktu þátt í vinnustofum
Þú munt taka þátt í fjórum vinnustofum sem haldnar verða á Zoom í mars og apríl 2021. Á milli þeirra munt þú leysa lítil verkefni eins og t.d. að taka viðtöl við aðra þátttakendur og taka upp myndbönd ein/n eða með öðrum þátttakendum, frá þínu eigin landi og/eða öðrum Norðurlöndum.
KYNNING / VERKSTÆÐI

Sagan af norrænum táknmálum / Tommy Lyxell & Janne Boye Niemelä
Þessi fyrirlestur fjallar um hvernig táknmálin á Norðurlöndum voru þróuð og hvaða hlutverk heyrnarlausir skólar höfðu í þessu.

Kynning á norrænu táknmáli / Julie Faustrup
Julie Fabricius Faustrup segir frá því sem barn lærði hún að tala við önnur börn um Norðurlönd. Hún deilir ráðum sínum og ráðum og ræðir