Um verkefnið

Um síðuna Vefurinn TegnTube er ætlaður börnum og ungmennum sem eru forvitin um táknmál á Norðurlöndum, en einnig fullorðnum ættingjum táknmálstalandi döff eða heyrnarskertra barna og fagfólks sem starfar með börnum og ungmennum.

Hér má sjá myndbönd þar sem táknmálsbörn og ungmenni segja frá hversdagslífi sínu og mikilvægi táknmáls fyrir þau, auk þess að fá ábendingar um samskipti við döff. Gjarnan má nýta efnið í skólum.

Á vefsíðunni eru upplýsingar um átta mismunandi þjóðtáknmál á Norðurlöndum. Hér geturðu fræðst aðeins um málfræði og sögu, um tákn fyrir tölur, tákn fyrir virka daga og mánuði og stafrófið. Hver eru líkindin á milli tungumálanna og hvað aðgreinir þau? Eru til falskir vinir til að passa sig á? Hvernig eiga táknmálstalandi samskipti sín á milli á Norðurlöndunum og hvað er norræn táknun?

Vefsíðan TegnTube er verkefni á vegum Norræna táknmálsnetsins á árunum 2020–2022 og var styrkt af Norrænu ráðherranefndinni og Nordplus. Í verkefniinu tóku einnig þátt í ungmennafélög döff á Norðurlöndum sem og Norræna ungmennaráð döff og Norræna ráð döff.

Lestu meira um norræna táknmálsnetið hér.