Markmið

Tilgangur verkefnisins er að vekja athygli á norrænu táknmálunum, sýna að þau eru mál barna og ungmenna á Norðurlöndunum. Verkefnið á að sýna hvaða þýðingu táknmál hefur fyrir þau. Til þess verða notaðir sjónrænir miðlar, sem mikið eru notaðir af börnum og unglingum.

Þátttakendur

Þátttakendur verkefnisins eru málhafar á táknmáli lands síns, börn og ungmenni á aldrinum 12-20 ára sem vilja koma fram sem tungumálafyrirmyndir. Danska, sænska, norska, finnska og íslenska táknmálið eiga hvert fyrir sig fimm fulltrúa og auk þess eru tveir þáttakendur sem tala finnsk-sænska táknmálið.

Samstarfsaðilar verkefnisins

Norrænu málnefndirnar vinna með ungmennaráðum heyrnarlausra að því að finna þátttakendur. Málanefndirnar bera ábyrgð á faglegu innihaldi vinnustofanna. Aðrir samstarfsaðilar eru Norðurlandaráð heyrnarlausra og Norðurlandaráð ungra heyrnarlausra.

Skipulag

Verkefnið er styrkt af Nordplus og Norrænu ráðherranefndinni. Verkefnisstjóri er Thomas Hestbæk Andersen, forstöðumaður Dönsku málnefndarinnar. Umsjónarmaður verkefnisins er Mette Bjørnholdt Bertelsen sem starfar hjá Dönsku málnefndinni – deild danska táknmálsins.

Vinnustofur

Fjórar vinnustofur verða haldnar á netinu. Gestafyrirlesarar verða frá Norðurlandaráði heyrnarlausra og Norðurlandaráði ungra heyrnarlausra, auk utanaðkomandi fyrirlesara.

Heimasíða

Verkefnið mun þróa vefsíðu - TegnTube.com - þar sem texti og myndskeið verða notuð til að kynna norrænu táknmálin út frá sjónarhóli barna og ungmenna.

YouTube

Meðan á vinnustofunum stendur og á milli þeirra framleiða þátttakendur, hver fyrir sig og í hópum, myndskeið um táknmál og tungumálaval, myndskeið sem verða birt á TegnTube.com og á YouTube.

Sendiherra-nám

Vinnustofunum er einnig ætlað að "mennta" börnin og ungmennin sem sendiherra táknmáls í eigin landi. Notkun og skipulag sendiherranna er stjórnað af hverju landi fyrir sig eftir að verkefninu lýkur.